Hraði og hreyfing 17. október

Miðvikudaginn 17. október var kennt eftir stundaskrá Hraða og Hreyfingar. Þá er kennslustundin 40 mínútur hálfan daginn til að búa til pláss fyrir klukkutíma hreyfingu í síðasta tíma fyrir hádegi.

Í síðustu skipulögðu hreyfingu var farið í göngutúr, en í þetta skiptið gátu nemendur og kennarar valið á milli þess að dansa, fara í snú snú, kíkja í hjólreiðartúr (12,6 km) eða léttan göngutúr. Meðfylgjandi eru myndir frá deginum.

"hr1" "" "" "" ""

"" "" "" "" ""

Smellið á myndirnar til að stækka þær

Það var þó ekki bara hreyft sig við Verzlunarskólann þennan daginn því nemendur í listasögu og myndlist eru staddir í Róm og fékk fréttaritari senda mynd af þeim því til sönnunar að þau hafi tekið þátt í deginum eins og við hin.

"

""

Mynd af hjólaleið dagsins (smella til að stækka)

Aðrar fréttir