Inngangar í skólann

Til þess að halda nemendum skólans aðskildum  er bekkjum skipt upp í 8 hólf út frá heimastofum. Hvert hólf hefur sinn sérstaka inngang (og sama útgang) og það má ekki fara aðra leið inn í skólann en þá sem tilheyrir hólfinu.

Hólfin eru eftirfarandi:

  • Hólf 1: stofur 1-7 (4. hæð): Inngangur á Marmara og beint upp í stigahúsið á vinstri hönd.
  • Hólf 2: stofur, 9-14 (4. hæð): Gengið inn hjá nemendakjallara og beint upp á 4. hæð.
  • Hólf 3: 401-406 (4. hæð): Gengið inn hjá bílastæði kennara og þaðan inn í nýbyggingu.
  • Hólf 4: OJ&Kaaber, Saltsalan, SH, SÍF og VR (3. hæð): Inngangur á Marmara og beint í stigahúsið á vinstri hönd.
  • Hólf 5: 301-306 (3. hæð): Gengið inn hjá bílastæði kennara og þaðan inn í nýbyggingu.
  • Hólf 6: BMVallá,  Eimskip, Flugleiðir, (2. hæð) : Gengið inn hjá íþróttahúsi/vaktmanni.
  • Hólf 7: HBen, Hagkaup, Hafskip, Heimilistægi, Hekla, (2. hæð): Gegnið inn á Marmara.
  • Hólf 8: 201-206 (2. hæð): Inngangur fyrir aftan hús, milli Versló og Verkís. Farið upp um brunastigann.

Athugið að nemendur eiga ekki fara á milli sóttvarnarhólfa nema þeir eigi sérstakt erindi annað, t.d. við skrifstofu eða á bókasafn. Það er til þess að minnka líkur á hópsmiti ef upp kemur smit á innan skólans. Einnig er mikilvægt smitrakning gangi vel ef upp kemur grunur um smit á meðal nemenda.

Aðrar fréttir