02.05.2012 Kennarar óskast Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða kennara í eftirtaldar námsgreinar fyrir komandi skólaár: • Raungreinar, tvær stöður. • Íþróttir pilta. • Saga. Hæfniskröfur: • Háskólapróf í viðkomandi grein. • Reynsla af kennslu á framhaldsskólastigi æskileg. • Hæfni í mannlegum samskiptum. Við bjóðum: • Góða vinnuaðstöðu. • Góðan starfsanda á framsæknum vinnustað. Nánari upplýsingar gefur Ingi Ólafsson skólastjóri, ingi@verslo.is, eða í síma 5 900 600. Umsóknarfrestur er til 17. maí og skal senda umsóknir ásamt ferilskrá til Verzlunarskóla Íslands, Ofanleiti 1, 103 Reykjavík eða á netfangið ingi@verslo.is. Verzlunarskóli Íslands er framhaldsskóli með um 1240 nemendur. Skólinn er bekkjarskóli en nemendur ljúka prófum í viðkomandi námsáfanga um jól og vor. Nemendur geta valið á milli fjögurra mismunandi brauta og útskrifast með stúdentspróf af öllum brautum. Einnig býður Verzlunarskólinn upp á fjarnám. Verzlunarskólinn er mjög tæknivæddur og er aðstaða til náms og kennslu öll hin besta.