07.11.2025 Kvikmyndahátíð í skólanum Í dag var haldin glæsileg kvikmyndahátíð í skólanum þar sem nemendur á þriðja ári nýsköpunar- og listabrautar sýndu afrakstur vetrarins. Stuttmyndirnar eru samþættingarverkefni ensku, íslensku og heimspeki og lista. Þema verkefnisins var „Hvernig skal breyta“, og spannar það vítt svið hugmynda. Áhorfendur, sem voru m.a. nemendur á fyrsta og öðru ári sömu brautar, fengu að sjá fjölbreyttar og skapandi myndir. Það var greinilegt að mikill metnaður og ímyndunarafl hafði farið í vinnuna. Að lokinni sýningu var haldin pizzaveisla þar sem nemendur ræddu myndirnar. Hátíðin tókst vel til og endurspeglaði þann sköpunarkraft sem einkennir nýsköpunar- og listabrautina.