Kvistboltamót Harry Potter

Kvistboltamót Harry Potter áfangans var haldið í fundarhléinu í dag. Keppt var samkvæmt nýjum reglum sem ganga undir nafninu Versló reglurnar, en þær fela meðal annars í sér bann við tæklingum, en það fer misvel í leikmenn.

Mótið var vel mannað starfsfólki, Rebekka og Óli Njáll voru línuverðir og Gylfi var sérstakur heiðursgestur í stúku en sá að auki um tímavörslu. Dómari og vitsuga mótsins var Ármann. Daði kom svo í hús úr fæðingarorlofi til að sinna hlutverki gullnu eldingarinnar og gerði það af stakri prýði og önnur eins hlaup hafa vart sést hér innandyra fyrr eða síðar. Hann er æviráðinn í starfið. Leikar fóru þannig að Ravenclaw vann Hufflepuff, Slytherin vann Gryffindor. Að lokum vann Slytherin nokkuð örugglega úrslitaleikinn, en það mun að líkindum þýða að Slytherin vinni vistabikarinn eftirsótta, en meira um það síðar hér á þessum vettvangi.

Aðrar fréttir