Kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema

Kynningarfundur fyrir forráðamenn nýnema verður haldinn miðvikudaginn 30. ágúst klukkan 20:00 í húsakynnum skólans (Bláa sal).

Á fundinum verður kynning á skólastarfinu, náminu og félagslífi nemenda. Eftir dagskrá í Bláa sal verður forráðamönnum boðið að hitta umsjónarkennara. Hér er ekki um einstaklingsviðtöl að ræða heldur hitta umsjónarkennarar hvers bekkjar alla forráðamenn samtímis.

Stjórnendur skólans, námsráðgjafi, félagslífsfulltrúar og fulltrúar frá stjórn nemendafélagsins verða til taks á Marmaranum og svara spurningum.

Aðrar fréttir