Kynningarfundur með foreldrum og forráðamönnum nýnema

 

Kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema verður haldinn í skólanum (Bláa sal) fimmtudaginn 24. ágúst nk. kl. 20:00.  Dagskráin hefst á því að skólastjóri fer yfir ýmis atriði sem lúta að námi við skólann. Að því loknu munu fulltrúar frá stjórn NFVÍ og foreldrafélagsins segja frá því sem þar ber hæst á árinu.

Eftir dagskrá í Bláa sal verður foreldrum og forráðamönnum boðið að hitta umsjónarkennara í kennslustofum. Hér er ekki um einstaklingsviðtöl að ræða heldur hitta umsjónarkennarar hvers bekkjar alla foreldra/forráðamenn samtímis.

 

Stjórnendur skólans, deildarstjórar, námsráðgjafar, félagslífsfulltrar og fulltrúar frá stjórn nemendafélagsins verða til taks á Marmaranum og svara spurningum. 

Bókasafnið verður opið og er foreldrum/forráðamönnum velkomið að kynna sér glæsilega námsaðstöðu nemenda.

Aðrar fréttir