Leikrit Listafélagsins

 

Listafélag Verzlunarskóla Íslands setur upp leiksýningu í hátíðarsal skólans ár hvert. Leikstjóri sýningarinnar er Orri Huginn Ágústsson

Að þessu sinni er sett á svið verkið Blúndur og Blásýra eftir Joseph Kesselring sem er spennufarsi sem gerist á heimili systranna Abbý og Mörtu Brewster. Mortimer frændi þeirra trúlofast prestsdótturinni Elínu Harper og er hinn lukkulegasti þar til hann uppgötvar óhugnalegt áhugamál systranna. Áætlanir hans til að koma lagi á hlutina eru settar úr skorðum þegar Jónatan, morðóður bróðir hans, kemur heim eftir tuttugu ára fjarveru og ætlar að breyta húsinu í skurðstofu fyrir eftirlýsta glæpamenn gegn vilja systranna. Sagan er stórfurðuleg, spennandi og stútfull af húmor.

Leikritið verður frumsýnt þann 5. nóvember í hátíðarsal Verzlunarskólans.

Aðrir sýningatímar eru:

Sunnudagur 7. nóv. kl. 20

Föstudagur 12. nóv. kl. 20

Sunnudagur 14. nóv. kl. 20

Þriðjudagur16. nóv. kl. 20

Fimmtudagur 18. nóv. kl. 20

Föstudagur 19. nóv. kl. 20

Sunnudagur 21. nóv. kl. 20

 Miðaverð: 1000 kr

Miðasala er í síma: 843-0794

Facebook: BLÚNDUR & BLÁSÝRA

Aðrar fréttir