Listahátíð útskriftarnema VÍ

Listahátíð útskriftarnema Verzlunarskóla Íslands stendur yfir dagana 14-15. mars frá 17-19 báða dagana. Þessi hátið og allt sem að henni kemur er partur af lokaverkefni 3.B. en þetta er fyrsti árgangurinn til að útskrifast af Nýsköpunar- og Listabraut. Hátíðin fékk nafnið LÚVÍ (Listahátið Útskriftarnema Verzlunarskóla Íslands). Nemendur áttuðu sig fljótt á því að þetta yrði gríðarlega krefjandi verkefni enda er í mörg horn að líta þegar kemur að skipulagningu slíkrar hátíðar. En markmiðið var alltaf að hafa gaman og eru nemendur virkilega þakklátir fyrir að hafa fengið þennan vettvang til að skapa og sýna listir sínar.

Verið velkomin.

 

Aðrar fréttir