04.06.2025 Menntamálaráðherra Grænlands heimsótti skólann Nivi Olsen, menntamálaráðherra Grænlands, heimsótti skólann í dag og fékk kynningu á starfi hans. Í heimsókninni hitti ráðherrann einnig nemendur í NGK-bekknum, en þar stunda saman nám nemendur frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Danmörku. Námið fer fram í öllum þessum löndum á þriggja ára tímabili og einkennist af virku og fjölbreyttu samstarfi. Við þökkum Nivi Olsen fyrir heimsóknina og áhugann á starfi skólans.