Menntasproti

Á dögunum voru Menntaverðlaun atvinnulífsins veitt fyrirtækjum sem skara fram úr í fræðslu- og menntamálum. Íslandshótel var valið Menntafyrirtæki ársins og Dominos hlaut Menntasprotann. Við hjá Verzlunarskólanum erum einstaklega stolt af því samstarfi sem á sér stað við Dominos en fyrirtækið tekur þátt í þróun "Fagnáms verslunar og þjónustu" sem er nám sem Verzlunarskólinn býður uppá fyrir starfandi verslunarfólk í samstarfi við Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks. Fagnámið er 90 eininga nám sem er bæði bóklegt og vinnustaðanám. Í fyrra hlaut Samkaup Menntasprotann en Samkaup á einmitt flesta nemendur í Fagnáminu og fyrstu nemendurnir sem útskrifuðust úr fagnáminu voru frá Samkaupum. 

 

Aðrar fréttir