Morfís

Föstudaginn, 24. janúar mun Verzlunarskólinn taka þátt í sinni fyrstu Morfís keppni á keppnisárinu og er andstæðingurinn að þessu sinni Menntaskólinn á Egilsstöðum. Umræðuefni keppninnar er Göngum alltaf lengra.

MORFÍs eða mælsku- og rökræðukeppni framhaldskóla Íslands er, eins og nafnið gefur til kynna, ræðukeppni milli framhaldsskóla landsins. Verzlunarskólinn hefur skapað sér góðan orðstír í keppninni og unnið hana oftast allra skóla, síðast í fyrra.

Liðið er ógnarsterkt í ár, skartað þeim Magnúsi Símonarsyni, Lovísu Ólafsdóttur, Killiani G.E Brianssyni og Hildi Kaldalóns. 

Áfram Versló!

Aðrar fréttir