Móttaka spænskra nemenda

Vikuna 3. til 10. apríl tóku 10 nemendur á fyrsta ári á móti 10 Spánverjum.

Íslensku og spænsku nemendurnir eru að taka þátt í Erasmus+ verkefni þar sem Verzlunarskólinn er í samstarfi við spænskan skóla í Torredembarra, bæ staðsettum rétt hjá Tarragona í Katalóníu héraði. Íslensku krakkarnir og fjölskyldur þeirra pössuðu vel upp á spænsku nemendurna og stóðu sig frábærlega vel í móttöku nemendanna. Íslenski hópurinn sem samanstendur af fyrsta árs spænsku nemum úr hinum ýmsu bekkjum, fer svo saman í haust í ferð og heimsækir spænsku nemendurna, fjölskyldur og skólann þeirra.

Aðrar fréttir