Myndin Hringvegurinn forsýnd

Forsýning myndarinnar Hringvegurinn var haldin hátíðlega í Bíó Paradís um helgina.

Rjóminn á heiðurinn að myndinni sem sýnd verður á RÚV í júní næstkomandi. Þessi hæfileikaríki hópur sá um handrit, leik, upptöku, klippingu og fleira.

Myndin hlaut mjög góðar viðtökur bíógesta og fékk Rjóminn mikið lófaklapp í lok myndarinnar.

Myndin er gamanmynd og fjallar um vinahóp sem ákveður að fara hringveginn í  sumarfríinu til að skapa góðar og skemmtilegar minningar. Ferðin tekur hins vegar óvænta stefnu og hópurinn lendir í hrakningum sem enginn átti von á.

Eftirfarandi Rjómameðlimir tóku þátt í gerð myndarinnar.

Aníta Líf Ólafsdóttir (lék Birtu)

Embla Bachmann (skrifaði handrit)

Kári Einarsson (skrifaði handrit, lék Lárus, tók upp og klippti)

Stefán Geir Hermannsson (tók upp og klippti),

Telma Ósk Bergþórsdóttir (lék Heitu sveitu),

Kolbeinn Kári Jónsson (lék lögreglumann),

Írena Ósk Sergiosdóttir (lék Míu),

Valur Rúnarsson Bridde (lék Fredda),

Guðrún Lilja Dagbjartsdóttir (lék Bjørnhildi)

Snævar Steffensen Valdimarsson (lék Þjóðgarðsvörð)

Verzlunarskólinn óskar Rjómanum innilega til hamingju með myndina.

Aðrar fréttir