Námsbókasjóður

"Námsbókasjóður"Hjónin og Verzlingarnir Benta og Valgarð Briem hafa haft veg og vanda að stofnun Námsbókasjóðs og er tilgangur hans að styrkja nemendur skólans sem lítið fé hafa milli handanna til námsbókakaupa.

Tilefnið er að þann 16. júní verða 65 ár frá því Verzlunarskólinn útskrifaði stúdenta í fyrsta sinn og var Valgarð Briem í hópi þeirra sjö stúdenta sem fyrstir brautskráðust árið 1945. Benta Briem tilheyrir með vissum hætti einnig þessum árgangi því hún hóf nám við Verzlunarskólann á sama tíma og Valgarð og lauk verslunarprófi. Við óskum Valgarð til hamingju með áfangann og þökkum kærlega fyrir höfðinglega gjöf þeirra hjóna sem nýtast mun nemendum skólans um ókomna tíð.

Aðrar fréttir