Nemendamótið

 

Senn líður að því að 79. Nemendamót Verzlunarskólans verði haldið hátíðlegt. Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla Íslands stendur ár hvert fyrir uppsetningu á söngleik í tengslum við árshátíð nemenda.  Að þessu sinni er það söngleikurinn Draumurinn sem frumsýndur verður í Loftkastalanum þann 2. febrúar. Söngleikurinn er eftir Orra Hugin Ágústsson og er hann byggður á verki William Shakespeare, Draumi á Jónsmessunótt. Orri Huginn er einnig leikstjóri sýningarinnar. Strákarnir í StopWaitGo fara  með tónlistarstjórn og danshöfundur er Stella Rósenkranz. Búningar, förðun og leikmynd eru unnin af nemendum skólans.

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á vef sýningarinnar.

Aðrar fréttir