Nemendur heimsækja Brüssel

Dagana 6. – 11. mars lögðu nemendur alþjóðabrautar á 3. ári land undir fót og heimsóttu merkisborgina Brüssel. Meðal viðkomustaða 3-A í borginni má nefna Framkvæmdastjórn ESB, safn um Evrópuþingið, sendiráð Íslands í Belgíu og síðast en ekki síst, fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu. Síðastnefnda heimsóknin var sérlega eftirminnileg; móttökur og kynning framúrskarandi, auk þess að fastanefndin er nýflutt í nýjar og glæsilegar höfuðstöðvar samtakanna. Þá var einnig skotist til miðaldaborgarinnar Bruges, skoðuð dómkirkja heilags Mikjáls og Gúdúlu (þau eru verndardýrlingar Brüssel) og farið á heimaleik með Anderlecht. Heimsóknin er hluti áfangans LOKA3ES05 sem er lokaverkefnisáfangi alþjóðabrautar. 

Aðrar fréttir