Nemendur í ritlist kynntu lokaverkefni sín

Nemendur í ritlist héldu hátíðlega upp á lok áfangans með skemmtilegum og lifandi upplestri lokaverkefna sinna á bókasafni skólans. Listaverkin voru eins fjölbreytt og verðandi listamennirnir eru margir og fengu áheyrendur að hlýða á lestur ljóða og smásagna, horfa á myndbandsverk og dilla sér í takt við frumsamin lög. Boðið var upp á kakó og kökur og var stundin með öllu notaleg og hlý.

Til hamingju með áfangann kæru nemendur, við hlökkum til að stilla upp útgefnum ritverkum ykkar í bókahillur safnsins með tíð og tíma!

Aðrar fréttir