Nemendur Verzlunarskólans unnu til fyrstu verðlauna í spænskuhátíð

Þann 2. febrúar síðastliðinn var haldin spænskuhátíð í Háskóla Íslands í samstarfi við sendiráð Spánar á Íslandi.  

Efnt var til samkeppni í gerð myndbanda og veggspjalda á spænsku þar sem þemað var sjötta grein heimsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna,Menntun fyrir öll. Nemendur frá nokkrum framhaldsskólum á Íslandi tóku þátt í keppninni. Fjórir nemendur frá Versló, Embla Guðný Jónsdóttir Bachmann (2-B), Telma Ósk Bergþórsdóttir (2-B), Aníta Líf Ólafsdóttir (2-B) og Kári Einarsson (2-D) unnu fyrstu verðlaun með myndbandinu La importancia de la educación  (Mikilvægi menntunar).

Verðlaunin eru spænskunámskeið í viku við háskólann í Alcalá de Henares í Madrid.

Aðrar fréttir