Nemendur VÍ tóku þátt í Erasmus+ fundi í Finnlandi, í 6 landa verkefni

Dagana 1.-7. október tóku nokkrir nemendur í 3-A ásamt tveimur kennurum þátt í Erasmus+ fundi í verkefninu Welcome to My City í Hyvinkää í Finnlandi. Nemendurnir dvöldu á finnskum heimilum og unnu saman að ýmis konar verkefnum sem lúta að þema verkefnisins í skólanum. Þannig kynntust þeir bæði finnsku fjölskyldulífi og skólalífinu. Verkefnin voru að ýmsum toga. Nemendur hvers lands kynntu og sögðu frá verkefnum sem þau höfðu unnið í sínum skóla. Á meðan á fundinum stóð unnu nemendur saman í hópum þvert á landamæri og kynntu síðan niðurstöður sínar. Einnig gafst tími til að fara í dagsferð til Helsinki þar sem skoðaðar voru byggingar, minnismerki og farið í Þjóðminjasafnið. Farið var í skógarferð, kveikt bál og snúbrauð grilluð á teini, fyrirtæki heimsótt o.fl. Dvölin í Finnlandi var þroskandi og skemmtileg bæði fyrir nemendur og kennara.

 

Aðrar fréttir