Nemendur VÍ unnu til verðlauna í frönskukeppni

Í marsmánuði er hátíð franskrar tungu haldin hátíðleg um allan heim og af því tilefni var haldin um helgina hin árlega frönskukeppni grunn- og framhaldsskóla í húsakynnum Alliance française, Tryggvagötu.

Keppnin var haldin í samvinnu Félags frönskukennara á íslandi, Sendiráðs Frakklands á Íslandi og Alliance française á Íslandi.

Þema keppninnar í ár var „Qu‘est-ce que la France, le français et la francophonie pour toi ?“ eða „Hvað er Frakkland, franska og frönskumælandi samfélag fyrir þér?“

Var keppnin tvískipt, 8 myndbönd komu úr grunnskólum og 12 úr framhaldsskólum.

Keppendur tóku flutning sinn upp á myndband og mátti leika sér með formið að vild; myndskreyta, leika, syngja og dansa. Myndbandið mátti ekki vera styttra en 3 mínútur og ekki lengra en 5 mínútur.

Þrír nemendur úr 2.D unnu til verðlauna fyrir framúrskarandi myndband en það voru þeir Martin Halldórsson, Nói Pétur Á. Guðnason og Steinar Sverrir Ragnarsson.

Voru þeir vel að verðlaununum komnir og óskum við þeim innilega til hamingju.

Aðrar fréttir