Nemó

Eins og allt á þessu skólaári er Nemendamót skólans með breyttu sniði. Hver árgangur fær sinn Nemódag og mætir þá á FEIM sýninguna sem sýnd er í íþróttasal skólans. Einnig er annáll nemendafélagsins sýndur. Öll kennsla fellur niður hjá árganginum sem á nemódaginn þann daginn.

Fyrirkomulag dagsins er að helmingur árgangsins kemur á sýningu klukkan 11:30 í skólanum og hinn helmingurinn klukkan 15:00. Bekkirnir eru margir að hittast í morgunmat fyrir eða eftir sýningu í heimahúsi.

  • Nemendur á 1. ári eiga sinn Nemódag á morgun, þriðjudag.
  • Nemendur á 2. ári eiga miðvikudaginn.
  • Fimmtudagurinn er síðasti Nemódagurinn og hann er tileinkaður 3. árinu.

Því miður er ekkert Nemóball í ár vegna aðstæðna.

Nemófrí – hefð er fyrir því að nemendur fái frí í skólanum á föstudegi eftir Nemendamót. Við ætlum að halda í þá hefð og því fellur öll kennsla niður í skólanum á föstudaginn kemur, 5. mars.
Bókasafnið lokar klukkan fjögur fimmtudaginn 4. mars.

Aðrar fréttir