NFVÍ í sóttkví

Á alvarlegum tímum er nauðsynlegt að huga vel að heilsu sinni, sinna smitgát og vanda sig í hvívetna í samskiptum. En það þarf líka að sinna geðheilsunni og sjá björtu hliðarnar á tilverunni. Ekki er verra ef hægt er að blanda þessu öllu saman. Nemendafélag skólans settist niður fyrir framan vefmyndavélarnar og funduðu um þetta mál á Teams. Erindið var brýnt og markmiðið aðeins eitt, að koma mikilvægum skilaboðum til nemenda og lyfta geði þeirra í leiðinni. Niðurstaðan gat aðeins orðið ein … REYNIR!!!
NFVÍ þakkar foreldrafélaginu fyrir stuðninginn og öðrum þeim sem sáðu frjóum fræjum.

Hér má horfa á myndbandið, Reynir og NFVÍ .

Aðrar fréttir