Nordplus junior ferð til Helsinki

Þann 7-13. nóv síðastliðinn, héldu 8 nemendur á 2 ári á Viðskiptabraut ásamt tveimur kennurum, í ferð til Finnlands. Nemendur dvöldu á gistiheimili í miðborg Helsinki og tóku þátt í verkefninu Företagsamhet og digital kreativitet.

Verzlunarskólinn tekur þátt í verkefninu ásamt þremur öðrum skólum Business College Helsinki, Prakticum og Nacka Gymnasium sem er í Stokkhólmi. Það eru haldnir þrír fundir yfir veturinn, Helsinki í nóvember, Reykjavík í janúar og loks Stokkhólmur í apríl. Nemendur skólans stóðu sig með mikilli prýði í verkefninu í Helsinki og nutu þess að heimsækja ýmsa áhugaverða staði og vinna verkefni með finnskum og sænskum nemendum. Við hlökkum mikið til þess að taka á móti hópnum til okkar í janúar og að fara til Stokkhólms í vor.

Aðrar fréttir