Nordplus verkefni milli Verzló og Rysensteen – Innovativ nordisk forskning í bekæmpelsen af globale energi og sundhedsprovlemer

Í gær komu til landsins 27 nemendur ásamt kennurum frá Rysensteen Menntaskólanum í Kaupmannahöfn. Heimsóknin sem stendur yfir í viku er liður í  Nordplus samstarfi skólanna og er þetta fyrri heimsóknin af tveimur því í byrjun október fer íslenski hópurinn til Kaupmannahafnar. Á meðan á samstarfinu stendur í báðum löndum munu nemendur vinna verkefni sem lúta að þema verkefnisins ásamt því að heimsækja fyrirtæki og stofnanir eins og deCODE, virkjanir, háskóla ofl.

Aðrar fréttir