Ný matbúð fyrir nemendur

"matbud1"Í upphafi annar var opnuð ný matbúð fyrir nemendur. Hún er í umsjón skólans, en ekki einkaaðila eins og undanfarin ár, og stefnt er að því að hafa allan matinn í búðinni bæði hollan og góðan. Valgerður, yfirkokkur skólans, sér um að matreiða ofan í nemendur, en bætt mataræði nemenda er liður í átakinu heilsueflandi framhaldsskóli.

Í upphafi skólaárs hefur verið mikil ánægja með þessa nýju matbúð og virðast nemendur taka þessu átaki mjög vel, þrátt fyrir að þetta þýði að ekki sé lengur hægt að kaupa gosdrykki og nammi á göngum skólans.

 "matbud2"    "matbud5"    "matbud4"

Aðrar fréttir