Nýnemakynning

Ágætu nýnemar.

Á morgun, þriðjudaginn 18. ágúst, verður sérstök kynning á skólanum fyrir ykkur.

Þrír bekkir koma í hús í einu og er gengið inn um stóru hurðina á íþróttahúsinu, gengt Kringlunni.

Í íþróttasalnum fáið þið stutta kynninga á skólanum og hittið umsjónarkennara ykkar. Við vekjum athygli á að tekin verður mynd af ykkur sem notuð verður í INNU. Í lok kynningarinnar komið þið við í bóksölu og þar er ætlast til þess að þið gangið frá bókakaupum.

Bekkir eiga að mæta samkvæmt eftirfarandi:

Bekkir A, B, D – mæta klukkan 9:00

Bekkir E, F, G – mæta klukkan 10:00

Bekkir H, I, R – mæta klukkan 11:00

Bekkir S, T U – mæta klukkan 13:00

Bekkir X, Y – mæta klukkan 14:00

Hlökkum til að sjá ykkur.

Aðrar fréttir