Nýnemar boðnir velkomnir

 

Vikuna 5. – 9. september var haldin hátíðleg nýnemavika hér í Verzlunarskóla Íslands, en í henni voru nýir nemendur boðnir velkomnir með allskyns leikjum og vígslum. Vikan endaði á nýnemaferð á Stokkseyri, en þá buðu eldri og reyndari Verzlingar nýnema velkomna með grilli, kvöldvöku og almennt góðri stemningu áður en haldið var heim laugardaginn 10. september.

Vikan þótti heppnast vel og fara vel fram, en eflaust hefur einhver nýneminn andað léttar að henni lokinni.

"nynema4_vefur"  "nynema3_vefur"  "nynema2_vefur"  "nynema1_vefur"

Aðrar fréttir