Opið hús 9. júní

Opið hús verður í Verzlunarskóla Íslands þriðjudaginn 9. júní kl. 15:00 – 18:00.

Þar munu kennarar, nemendur, námsráðgjafar og annað starfsfólk skólans verða til viðtals ásamt yfirstjórn skólans og þar verður hægt að sækja um skólavist með rafrænum hætti, en allar umsóknir skal nú senda rafrænt.

Hægt er að senda umsóknir til miðnættis fimmtudaginn 11. júní. Nemendum og forráðamönnum þeirra gefst einnig kostur á að skoða skólann og þá aðstöðu sem nemendum stendur til boða.

"opidhus"

Aðrar fréttir