Opna Norðurlandameistarmótið í skylmingum

Opna Norðurlandameistaramótið í skylmingum með höggsverði fór fram í Lund í Svíþjóð um helgina. Ísland átti 13 keppendur á mótinu og vann íslenska skylmingafólkið til ellefu verðlauna á mótinu. Keppendur voru yfir 100 frá 11 þjóðum og var þetta eitt fjölmennasta og sterkasta Opna Norðurlandameistaramótið frá upphafi.

Einn keppenda Íslands er Verzlingur. Andri Nikolaysson Mateev. Hann vann það afrek að verða Norðurlandameistari í flokki U20 og í liðakeppni karla.
Skólinn óskar Andra til hamingju!

Aðrar fréttir