Ræðukeppni ESU – Verzló og MH sigra

 

Laugardaginn 20. febrúar kepptu Halldór Atlason (3T), María Gyða Pétursdóttir (4R) og Sigríður María Egilsdóttir (4F) á ræðukeppni ESU (English Speaking Union of Iceland, http://www.esu.org/branches/branch.asp?b=668) í Háskólanum í Reykjavík; enda voru þau fremst meðal jafningja í undankeppninni á forvarnardaginn. Í HR kepptu sextán framhaldsskólanemar úr fimm framhaldsskólum um þann heiður að fá að fara til London til að taka þátt í úrslitakeppni í lok maí, þar sem keppendur hvaðanæva úr heiminum taka þátt.  Þau stóðu sig öll frábærlega, en úrslitin urðu þau að Sigríður María deildi fyrsta sæti með Hildi Hjörvar úr MH, og munu þær því halda til Lundúna í vor. Þetta verður annað árið í röð sem Versló á fulltrúa í alþjóðakeppninni, en í fyrra fóru Oddur Sigurðsson og Haraldur Tómas Hallgrímsson, báðir úr Versló, út sem keppendur Íslands.

 

ESU á Facebook: http://www.facebook.com/esuiceland?ref=ts&v=wall

Aðrar fréttir