Reykjavíkurleikarnir

Reykjavíkurleikarnir, Reykjavík International Games, fóru fram um helgina. Alls tóku 80 skylmingamenn á öllum aldri þátt og hefur mótið aldrei verið sterkara en í ár. Andri Nikolaysson Mateev og Daníel Hugi Magnússon, nemendur VÍ, tóku þátt og stóðu sig með stakri prýði.

Daníel Hugi varð í 3 sæti í karlaflokki og í flokki U17 (17 ára og yngri). Andri Nikolaysson gerði sér lítið fyrir og vann mótið með miklum yfirburðum og var valinn besti skylmingamaður mótsins.

 Skólinn óskar Andra og  Daníel innilega til hamingju með árangurinn.

Aðrar fréttir