Samstarf við tékkneska framhaldsskólann Hello Gymnasiu

Vikuna 6.-10. nóvember heimsótti Emmanuel Oyolo frá Hello Gymnasiu í Ostrava í Tékklandi Verzlunarskóla Íslands.

Emmanuel kynnti sér tölvukennslu við skólann en samhliða því heimsótti hann kennslustundir í ýmsum öðrum greinum eins og ensku, íslensku og heimspeki.

Þetta er í annað skiptið sem skólarnir vinna saman, en síðastliðinn vetur kom hópur nemenda og kennara í heimsókn frá Hello Gymnasiu til Verzlunarskólans. Hópur nemenda og kennara frá Verzlunarskóla Íslands heimsótti sömuleiðis skólann þeirra og vann verkefni sem tengdist einmitt líka tölvunotkun og -færni.

Á vorönn munu kennarar frá Verzlunarskólanun heimsækja Hello Gymnasiu. Samstarfið mun svo halda áfram enda eiga skólarnir ýmislegt sameiginlegt og skólarnir geta lært margt hvor af öðrum.

Á myndinni eru Ármann Halldórsson verkefnastjóri erlendra samskiptaverkefna og Emmanuel Oyolo.

Aðrar fréttir