Síðustu kennsludagarnir, próf og fleira

Nú líður senn að lokum þessa skólaárs en síðasti kennsludagur þriðja ársins var í gær og í dag halda þau upp á dimmissio en með breyttu sniði vegna fjöldatakmarkana. Annað árið lýkur kennslu föstudaginn 30. apríl og peysufatadagurinn sem vera átti mánudaginn 3. maí frestast þar til næsta hausts. Fyrsta árið lýkur kennslu mánudaginn 3. maí.

Próf hefjast skv. próftöflu 5. maí og ráðgert er að einkunnir birtist í INNU seinnipartinn 20. maí.

Prófsýning verður 21. maí milli 8:30 og 9:45 og endurtektarpróf verða dagana 2.-4. júní og mun próftafla þeirra birtast á heimasíðu skólans þriðjudaginn 25. maí.

Vegna próflestrar verður opnunartími bókasafnsins frá 3. maí til og með 17. maí eftirfarandi:

mánud. – fimmtud. 8:00 – 22:00
föstudaga: 8:00 – 19:00
laugardaga: 10:00 – 19:00
sunnudaga: 10:00 – 22:00

Aðrar fréttir