Sigríður María sigurvegari í ræðukeppni ESU

"sigridur"Einn af fimm glæsilegum fulltrúum Verzlunarskólans í enskri ræðukeppni ESU á Íslandi, Sigríður María Egilsdóttir í 5-F kom sá og sigraði í úrslitakeppninni á laugardaginn 18. febrúar í Háskólanum í Reykjavík. Þetta er í annað skipti sem Sigríður hreppir verðlaun í þessari keppni og þriðja árið í röð sem Verzló á sigurvegara.
 
Vísdómur æskunnar var viðfangsefnið sem ræðumenn fjölluðu um og valdi Sigríður að fjalla um jafnréttismál og vonir hennar um að unga kynslóðin geti orðið vísari á því sviði en þær eldri.
 
Nítján keppendur frá fimm framhaldsskólum tóku þátt og komst, auk Sigríðar, Halldór Atlason í 4-X í úrslit. Úrslitakeppnin var hljóðrituð af BBC4 og eftir keppnina tóku sjónvarpsmenn frá BBC viðtal við Sigríði. Að auki var fjallað um keppnina og úrslit hennar í fréttum RÚV (http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/18022012-6 – sjá e. 16 mín og 33 sek).
 
Sigríður mun halda til London í maí til að keppa við 90 ungmenni hvaðanæva úr heiminum, en sigurvegari í þeirri keppni mun taka við sigurlaunum í Buckingham höll í haust.
 
"buckingham"

Aðrar fréttir