Sigurvegarar Harry Potter áfangans

Húsbikarinn í Harry Potter áfanganum var afhentur í dag. Sigurvegari að þessu sinni var vistin í Ravenclaw, enda einvalalið sem stóð sig vel í náminu og eins í þekkingu á heimi Harry Potters.  Þá átti liðið einnig leiksigur í leiknum Quidditch sem var einn af hápunktum áfangans ásamt Lundúnarferð sem var einstaklega vel heppnuð.

Viðurkenningin er greipt í stein í húsbikarnum en einnig fengu vinningshafarnir prins póló og inneign í Nexus að launum. Vistakeppnin fór aðallega fram í vikulegum áskorunum af ýmsu tagi  sem reyndi meðal annars á listræna hæfileika, þrautalausnir og feluleik. Fyrst og fremst bar nemendum þó að sýna elju og árangur í náminu.

Ravenclaw er fyrsta vistin til að vinna tvisvar, en áður hafa Hufflepuff og Slytherin hreppt hnossið. Keppnin í ár stóð aðallega á milli Ravenclaw og Hufflepuff.

Áfanginn verður aftur kenndur á vorönn 2023 og þá spurning hvort Gryffindor verði næsti vinningshafi!

Aðrar fréttir