Skiptinemar frá Bretaníu

Versló hefur verið með góða gesti í byrjun apríl frá Bretaníu í Frakkland.

Nomy og Emma koma frá bænum Dinan en Simon frá Fougères. Þau bjuggu á íslenskum heimilum og sóttu tíma með félögum sínum, auk þess að sækja nokkra tíma með NGK bekknum þar sem hluti tímanna er á ensku. Stúlkurnar voru í Versló í tíu daga, en Simon ætlar að dvelja út apríl.

Aðspurð um hvað þeim finnist best við skólann nefna þau öll að þeim finnist skólinn afslappaðri en í Frakklandi og að kennararnir séu vingjarnlegir og hjálplegir. Þeim hefur fundist gaman í tímunum og kynnst ýmsu sem kemur þeim skemmtilega á óvart. Þau hafa líka gert margt skemmtilegt með gestgjöfum sínum og nefna þau að þeim finnist Ísland fallegt og öðruvísi, þó að vissulega sé nokkuð kalt.

Gestgjafarnir, þau Arna, Petra, Emil og Halldór munu svo sækja Frakkland heim í haust og dvelja hjá gestunum sínum þar. Þau hlakkar til að kynnast öðruvísi menningu og heimsækja merkilega staði í þessu sögufræga héraði sem hefur upp á margt að bjóða.

Þetta verkefni er styrkt af Erasmus+ áætluninni og er einn af þeim spennandi möguleikum sem það býður upp á og virðist sem að þetta sé hluti alþjóðastarfs sem er mjög þess virði að þróa áfram.

Á myndinni, frá vinstri til hægri:

Halldór, Simon, Emil, Arna, Petra, Nomy, Emma

Aðrar fréttir