02.01.2018 Skólabyrjun á vorönn 2018 Skólahald hefst að nýju fimmtudaginn 4. janúar klukkan 11:00. Nemendur mæta í sínar heimastofur og hitta kennara. Kennsla hefst skv. stundaskrá 5. janúar. Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram á Bókasafninu og eru nemendur hvattir til þess að ljúka bókakaupum sem fyrst. Skrifstofa skólans verður opin frá klukkan 11:00. Endurtektarpróf fara fram 8. – 10. janúar.