Skólasetning nýnema

Þann 18. ágúst næstkomandi er skólasetning nýnema í hátíðarsal skólans (Bláa sal) á 2. hæð klukkan 10:00. Þar fá nemendur kynningu á skólanum ásamt því að hitta umsjónarkennara sína. Einnig verður tekin einstaklingsmynd af hverjum og einum sem notuð verður á INNU.

Hér koma nokkrir góðir og mikilvægir punktar varðandi skólabyrjun:

– Stundatöflur eru aðgengilegar á INNU. Til að komast á INNU eru notuð rafræn skilríki.

– Á stundatöflurnar vantar kennslustofur. Þær koma inn fyrir fyrsta kennsludag.

– Nemendur sjá núna bekkinn sinn á INNU. Við höfum þegar fengið óskir um bekkjarskipti en við færum engan á milli bekkja eftir að við birtum þá.

– Bókalistar eru aðgengilegir á INNU undir áföngunum ykkar en einnig er hægt að nálgast heildarlista á heimasíðu skólans.

– Bóksala á þeim bókum sem ekki eru seldar í bókabúðum er rafræn og hægt að tengjast henni í gegnum heimasíðu skólans. Frétt verður sett inn á heimasíðuna síðar í vikunni þegar bóksala fer af stað.

– Afhending á bókum úr rafrænni bókasölu fer fram á föstudaginn eftir nýnemakynninguna.

– Við hvetjum nýnema til að koma með fartölvuna sína í skólann á föstudaginn. Tæknimenn verða til taks og aðstoða ykkur við að tengjast neti skólans.

– Lykilorð fyrir tölvukerfi skólans verður sent til ykkar á einkanetföngin í þessari viku.

– Þið fáið öll @verslo.is netfang sem þið notað á meðan þið eruð hér. Allar upplýsingar frá okkur í skólanum fara á þessi netföng.

– Við hvetjum ykkur til að kíkja reglulega á heimasíðu skólans, einnig er skólinn á Facebook og Instagram.

– Gagnlegar upplýsingar fyrir nýnema má finna hér á heimasíðu skólans.

Aðrar fréttir