Skólasetning nýnema

Þann 17. ágúst næstkomandi er skólasetning nýnema í hátíðarsal skólans á 2.hæð kl. 10. Að skólasetningu lokinni fá nýnemar kynningu á ýmsum þáttum varðandi skólastarfið. Þeir fá til að mynda afhent aðgangs- og lykilorð að tölvukerfi skólans, fara í myndatöku hjá NFVÍ og íþróttakennarar skólans verða með hópefli. Nýnemum verður svo boðið í hádegismat í mötuneyti skólans.

Hér má nálgast stundatöfluna sem farið verður eftir þann 17. ágúst.

 

 

 

Aðrar fréttir