Skólastarf St. George´s High School kannað

Fyrstu vikuna í október tóku fjórir nemendur fjórða bekkjar (Eyþór Eiríksson 4Y, Gylfi Tryggvason 4X, Harpa Stefánsdóttir 4R og Rakel Guðrún Óladóttir 4S) þátt í nemendaskiptum við St. George‘s High School á Rhode Island í Bandaríkjunum. Gistu þeir hjá kennurum og nemendum skólans og tóku þátt í skólastarfinu. Komið var við í Boston á leiðinni heim og borgin skoðuð. Í mars munu þau svo taka á móti nemendum frá St. Georges.

Tveir kennarar voru með í för (Bertha Sigurðardóttir, enska, og Bergþór Reynisson, stærðfræði) sem kynntu sér kennsluhætti og aðstöðu skólans.

"usa2" "usa1"

Aðrar fréttir