Skólaþing

Þann 17. desember 2024 var haldið skólaþing í Verzlunarskóla Íslands undir yfirskriftinni „Samtal milli skólastiga“.

Nemendur úr Verzlunarskólanum, 10. bekkingar úr Álftamýrarskóla og Réttarholtsskóla, ásamt kennurum og foreldrum úr þessum skólum, komu saman til að ræða saman um breytinguna við að fara úr grunnskóla í framhaldsskóla.

Þingið hófst með skráningu og móttöku kl. 11:00 og stóð til kl. 14:00. Þátttakendur fengu nafnspjöld og var vísað til sætis í íþróttasal skólans. Eftir opnun og kynningu á dagskrá, hófust umræðuhópar þar sem nemendur og kennarar ræddu ýmis málefni tengd umskiptunum, svo sem væntingar til framhaldsskólaáranna, hvað þarf að vita áður en byrjað er í framhaldsskóla, og hvernig skólarnir geta auðveldað þessi umskipti.

Þátttakendur voru mjög ánægðir með þingið og töldu það hafa verið gagnlegt og fræðandi. Margar góðar hugmyndir komu fram sem munu nýtast til að bæta skólastarfið.

Aðrar fréttir