Skólinn settur

Verzlunarskóli Íslands var settur í dag, föstudaginn 18. ágúst í 119. skipti. Skólastjóri, Guðrún Inga Sívertsen, setti skólann og bauð nemendur og starfsfólk skólans velkomið.

Samtals eru 1071 nemendur skráðir í dagskóla. Athöfnin var einungis ætluð nýnemum. Að skólasetningu lokinni fengu nýnemar kynningu á ýmsum þáttum varðandi skólastarfið, fóru í myndatöku og hittu umsjónarkennara sína. Mikil gleði og eftirvænting var meðal nemenda.

Kennsla hefst mánudaginn 21. ágúst samkvæmt stundatöflu. Við minnum einnig á bóksöluna sem er rafræn í ár og geta nemendur nálgast bækurnar á mánudaginn frá klukkan 8:00-13:00 í fundarherbergi á 2. hæð.

Aðrar fréttir