Skráning á auka opið hús

Auka opið hús verður miðvikudaginn 29. mars fyrir þá sem ekki gátu heimsótt skólann 9. mars.

Boðið verður upp á klukkutíma heimsókn í skólann þar sem nám skólans og félagslíf verður kynnt og boðið verður upp á Verzlólestina sem fer um skólann. Þá verður hægt að ná tali af starfsmönnum skólans og kynna sér sérstaklega einstaka námslínur.
Boðið verður upp á tvær kynningar þennan dag. Sú fyrri klukkan 16:00 og sú seinni klukkan 17:00.

Aðrar fréttir