Söngkeppni framhaldsskólanna 2024

Bára Katrín Jóhannsdóttir, nemandi á þriðja ári í Verzló, tók um helgina þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna 2024 fyrir hönd Verzlunarskóla Íslands þar sem fulltrúar frá 25 framhaldsskólum stigu á svið í Íþróttahúsinu Iðu á Selfossi.

Dómnefnd keppninnar skipuðu þau Ragnhildur Gísladóttir. Elín Sif Halldórsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson. Bára Katrín stóð sig frábærlega vel og hreppti annað sætið í keppninni. Bára Katrín söng lagið Gatnamót eftir hljómsveitina Dóra og döðlurnar en hún er einmitt einn af meðlimum þeirrar hljómsveitar.

Skólinn óskar Báru Katrínu innilega til hamingju.

Aðrar fréttir