Stór nemendahópur frá Danmörku kíkti í heimsókn

26 nemendur og tveir kennarar þeirra frá Gymnasiet HHX i Skjern og Gymnasiet HHX i Ringkøbing í Danmörku hafa verið í heimsókn hjá 1-S á mánudag og þriðjudag. Þetta er Erasmusverkefni þar sem nemendur vinna saman ýmis verkefni, bæði á ensku og dönsku. Einnig fóru nemendur í hópum á hina ýmsu staði í Reykjavík og kynntu svo afrakstur ferðarinnar í máli og myndum hér í skólanum.

Dönsku nemendurnir gistu heima hjá okkar íslensku nemendum eina nótt og síðan er stefnt að því að 1-S fari í heimsókn til Danmerkur í haust. 1-S hélt glæsilegt Pálínuboð í lok dags í gær þar sem boðið var upp á gómsætar veitingar. Allir kvöddust saddir og sælir og fullir tilhlökkunar fyrir endurfundum í haust.

Aðrar fréttir