Styrkur frá foreldraráði til Bókasafns VÍ

Bókasafnið fékk afhentan veglegan styrk frá foreldraráði. Keyptar voru bækur, hleðslutæki fyrir síma og fartölvur, spil, heyrnartól og fleira. Gjöfin kemur að mjög góðum notum og eru kennarar t.a.m. nú þegar farnir að nota spilin bæði í tungumálakennslu og í lífsleiknitímum. Nemendur gleyma gjarnan hleðslutækjum fyrir fartölvur sínar og síma og því gott að geta heimsótt safnið og fengið hleðslutæki að láni.

Starfsmenn bókasafnsins þakka foreldraráði kærlega fyrir rausnarlega gjöf.

Aðrar fréttir