Sumarlokun

Verzlunarskóli Íslands verður lokaður frá og með 22. júní vegna sumarleyfa starfsfólks. Skrifstofa skólans verður opnuð miðvikudaginn 5. ágúst kl. 8:00.

 
Um 520 nemendur sóttu um skólavist þetta árið. 308 nemendur voru teknir inn og því þurfti að hafna rúmlega 200 umsóknum. Starfsfólk skólans þakkar fyrir þann áhuga sem nemendur sýndu skólanum og þykir miður að hafa þurft að synja svo mörgum góðum nemendum um skólavist.
 
Skólagjöld fyrir næsta skólaár eru 85.500 og verða gíróseðlar sendir út fljótlega.
Skólinn verður settur miðvikudaginn 19. ágúst klukkan 10:00 í hátíðarsal skólans. Ætlast er til þess að allir nemendur mæti í skólann þann dag. Vegna mikillar aðsóknar er afar mikilvægt að nýnemar mæti, að öðrum kosti geta þeir átt á hættu að verða af skólavist.
 
Nú stunda tæplega 900 nemendur nám í fjarnámi en það er fjölmennasta sumarönnin til þessa. Fjarnámsprófin hefjast þann 5. ágúst en próftöfluna má sjá hér.
 
Ef vandamál koma upp varðandi fjarnámið er hægt að senda fjarnámsstjóra tölvupóst á fjarnam@verslo.is
 
 
Gleðilegt sumar!

Aðrar fréttir