Sýning hjá nemendum í sjónlistahópi

Föstudaginn, 29. nóvember opnuðu nemendur sjónlistahóps í 2. -B yfirlitssýningu með verkefnum sínum sem þau hafa unnið á önninni í sjónlistaáfanganum LIGR2SL. Sýningin er í stigaganginum vestan megin í húsinu og verður hún á stigapöllunum á milli 2. og 3. hæðar og 3. og 4. hæðar. Sýningin mun standa til 6. desember og því hægt að kíkja við þegar hentar. Í áfanganum hafa nemendur kíkt á hin ýmsu svið sjónlista. Þau hafa teiknað sjálfsmyndir, endurunnið flíkur, tekið ljósmyndir, málað málverk o.fl.

 

Aðrar fréttir