Takk fyrir komuna á opna húsið

Verzlunarskólinn þakkar 10. bekkingum kærlega fyrir heimsóknina. Við erum mjög þakklát fyrir þann mikla áhuga sem þeir sýndu skólanum og vonum að þeir hafi notið heimsóknarinnar og fengið góða tilfinningu fyrir því sem skólinn hefur upp á að bjóða, bæði í námi og félagslífi.

Auka opið hús verður þriðjudaginn 9. apríl klukkan 16:00 fyrir þá sem ekki gátu heimsótt skólann 7. mars. Boðið verður upp á klukkutíma heimsókn í skólann þar sem nám skólans og félagslíf verður kynnt og boðið verður upp á Verzlólestina sem fer um skólann. Þá verður hægt að ná tali af starfsmönnum skólans og kynna sér sérstaklega einstaka námslínur.

Smelltu hér til að skrá þig á auka opið hús

Aðrar fréttir